Könnun

Hvernig á fókusinn að vera
 

InnskráningAndroid
Scandinavian Keyboard ICS

Ég tók Scandinavian keyboard kóðann og lagfærði orðalistann þannig að hann gengur fyrir ICS.

Eg hélt að swipe eiginleikinn væri eitthvað funky en þegar betur var að gáð þá er virknin öll til staðar í útgáfunni sem ég gerð. Ég var búinn að uppfæra ákveðinn hluta en hélt að það þyrfti fleiri breytingar.

Til að keyra lyklaborðið þá þarf að henda út upprunalega lyklaborðinu, fara í settings -> Security og haka þar við "Unknown sources".

Síðan er hægt að ná í lyklaborðið hér.

 

Ég er að vinna í að ná sambandi við upprunalega höfund lyklaborðsins til að fá inn official uppfærslu en það hefur gengið illa og mögulega bý ég til mína útgáfu og set hana á markaðinn.
En þangað til lyklaborðið er orðið klárt að þá verður þetta unofficial útgáfa.

Ef þetta virkar fyrir ykkur endilega gefið review á Icelandic dictionary á markaðinum og þá sé ég hvort þetta sé ekki örugglega að virka fyrir alla.

 
Ice Cream Sandwitch

Eins og staðan er í dag þá er ekki stuðningur við ICS fyrir Scandinavian keyboard með tilliti til orðalistans.
Það kemur vonandi uppfærsla fljótlega sem tekur á þessu en þangað til þá dettur orðalistinn niður.

The scandinavian keyboard currently does not support ICS dictionary. The keyboard it self works but no word suggestions are possible. Hopefully the app will be updated soon.

 
Gengur illa að skrifa á ensku

Ertu mikið að skrifa á ensku og ert með orðalistann inni sem er að leiðrétta enskuna með íslensku.

Það sem er best að gera er að setja inn orðalistann fyrir það tungumál sem þú ert mikið að nota eins og ensku og virkja swipe eiginleikann í lyklaborðinu.

Það virkar þannig að með því að draga puttann þvert yfir lyklaborðið í aðra hvora áttina þá skiptirðu úr íslensku yfir í ensku.

 

Til að virkja þetta þá er farið í settings -> language & keyboard -> scandinavian keyboard -> swipe settings.

Þar þarf að haka í Enable swipe. Fara svo í Swipe left og velja "Previous Dictionary" og svo fara í Swipe right og velja "Next Dictionary". Seinast er svo farið í Dictionaries to swipe between og velja t.d. íslensku og ensku.

 

Með þessu þá er auðvelt að skipta á milli tungumála og orðalistinn er ekki að trufla.

 
Trix til að vista beint á SD kortið

Hérna er smá trix fyrir þá sem eru með Android síma sem er ekki með mikið innraminni fyrir forrit.

Sjálfur er ég með Nexus one sem kemur með 512mb minni og eftir að stýrikerfið er búið að taka sitt þá á ég um 170mb eftir fyrir forrit. Það er auðvitað hægt að flytja forrit á SD kortið eftir að Froyo 2.2 kom út en það þarf að gera það handvirkt. Einnig gat ég ekki flutt öll forrit sem ég vildi á SD kortið eins og Adobe Flash og önnur forrit. En eftir þetta þá gat ég flutt þetta á SD kortið og sparast umtalsvert pláss.

Bara einn punktur fyrirfram. Þau forrit sem koma með símanum er ekki hægt að flytja á SD kortið. Til dæmis er ekki hægt að flytja Flash á HTC Desire því það kom með símanum. Þetta sést best á því að ef þú ferð í settings -> applications og velur forritið þá kemur uninstall update en ekki bara uninstall. Ef það er uninstall update þá kom forritð með símanum og þú getur lítið gert til að losa þig við það.

En hérna eru þá upplýsingar hvernig er hægt að gera þetta.

Þú þarft að vera Android SDK inn uppsettann til að geta stillt símann þannig að hann vistar forritin þegar þú installar þeim beint á SD kortið.

Það sem þarf að gera er að tengja símann með USB við tölvuna og keyra eftirfarandi skipun.

adb shell pm setInstallLocation 2

Smá útskýring á hvað talan í þessari kóða setningu þýðir.

The setInstallLocation command changes the default install location

0 [auto]: Let system decide the best location
1 [internal]: Install on internal device storage
2 [external]: Install on external media

Þannig að með því að skipta út 2 fyrir 0 þá ákveður síminn þetta.

Með þessu þá losnar maður við að færa öll forrit handvirkt og einhver forrit sem þú hefur mögulega ekki getað flutt er eftir þetta hægt að flytja á SD kortið.

Einn punktur varðandi þetta er samt að forrit sem þú vilt að ræsi sig með símanum eða widget sem þú vilt hafa á skjáunum verða að vera á innra minni símans til að virka.

Nánari upplýsingar um þetta er hægt að finna með því að googla skipunina eða kíkja á http://forum.xda-developers.com

 
Nýr sími en hvað á ég að gera

Varstu að fá nýjan síma og veist kannski ekkert hvað þú átt að gera með hann eða hvað er hægt að gera?

Þekki þetta og ég er búinn að vera að aðstoða marga sem hafa fengið sér síma við að setja hann upp þannig að hann sé sem þægilegastur og koma fólki af stað. Þannig að til að einfalda mér lífið og aðstoða fleiri þá set ég hérna lista yfir það helsta sem ég geri þegar ég fæ nýjan síma í hendurnar og er beðinn um að setja hann upp.

 1. Screebl
  Það fyrsta sem ég set upp er Screebl, snilldar forrit sem heldur skjánum í gangi á meðan þú ert að nota símann en slekkur annars á skjánum. Snilldin er að hann notar skynjarana í símanum til að sjá hvort að síminn er í halla eins og þegar þú heldur á honum og ert að lesa email eða annað og heldur þá símanum vakandi.
  Þegar Screebl er komið inn er best að fara í skjá stillingarnar og setja Screen timeout á það minnsta sem er í boði 15 sec.
 2. Scandinavian keyboard
  Lyklaborð fyrir Android með íslenskum stöfum. Ágætis lyklaborð sem ég hef notað frá upphafi og virkar vel.
 3. Íslenskur orðalisti fyrir lyklaborðið
  Auðvitað fer þetta inn líka, enda setti ég upp orðalistann. Flýtir fyrir innslætti og leiðréttir stafsetningar villur. Reyndar ákveðinn ókostur þegar maður ætlar svo að skrifa á ensku en þá er bara að setja inn enska orðalistann líka og nota swipe eiginleika lyklaborðsins og þá er einfalt að skipta á milli.
 4. Sweat Dreams
  Þetta er snilldar forrit sem maður setur upp einu sinni og gleymir en er mjög gott til að halda símanum gangandi. Maður setur inn hvenær þú ferð að sofa og hvenær þú vaknar vanalega og þess á milli þá slekkur þetta forrit á öllu eins og GPS, bluetooth, svissar niður á 2g. Allt þetta til að spara batterí á meðan þú sefur.
  Hægt er að stilla að þetta sé bara virkt ef þú ert á ákveðnum stað þannig að ef þú ert í bænum að þá er allt ennþá í gangi eða að hreyfing eða jafnvel hljóð taki þetta af.
 5. 3g watch dog
  Þetta forrit fylgist með því þegar þú ert að nota 3g og lætur þig vita þegar þú ert að nálgast það að klára niðurhal mánaðarins.
 6. Trafficstats Lite
  Viltu vita hvaða forrit eru að nota nettenginguna þína. Þetta er lítið forrit sem sýnir hvaða forrit eru að senda og sækja gögn af netinu. Ágætt ef þú ert að klára inneignina fljótt og vilt vita hvað er í gangi.
 7. SDMove
  Þetta er forrit sem flytur þau forrit sem eru á símanum og er hægt að flytja yfir á SD kortið. Fyrir síma eins og Nexus one, HTC Desire, og mörgum fleiri sem eru með takmörkuðu minni fyrir forrit þá er þetta snilld. Auk þess er ákveðið trix sem er hægt að gera til að stilla símana á að setja forrit beint inn á sd kortið. Nánar um það síðar.
 8. Where's my droid
  Hvað gerir maður þegar maður "týnir" símanum, jú hringir í hann. Er hann á Silent..... hmm.
  Þú sendir bara SMS á símann þinn og hann setur allt í gang, slekkur á silent og lætur heyra í sér. Ertu ekki ennþá að finna hann?... úbs sendu annað SMS og í þetta skiptið færðu sms svar til baka hvar síminn er staðsettur þökk sé GPS. Ef síminn er innandyra og nær ekki GPS sambandi þá finnur hann næsta GSM sendi eða þráðlausa router sem síminn þekkir og gefur þér allavegana nálgun á svæðið það sem síminn er.
 
«StartPrev12NextEnd»

Page 1 of 2